VILLUR 

Þann 1. maí 2010 opnuðum við Villurnar við Glym sem er staðsettar sunnan við hótelið. Sex glæsileg heilsárshús, sérhönnuð í tveimur stærðum og innréttuð á afar vandaðan hátt með áherslu á samræmi í umhverfi, litum og aðbúnaði. Stórfenglegt útsýni er yfir Hvalfjörðinn úr stórum gluggum sem snúa í suður.

Húsin eru mjög vel búin, öll með glæsilegu alrými með leðursófasetti, borðstofuborði, fallegum listaverkum og fullbúnu eldhúsi. Í eldhúsi er stór ísskápur, uppþvottvél, góð eldavél með ofni, örbylgjuofn og borðbúnaður fyrir 4 – 6 aðila. Svefnherbergin eru rúmin 190 x 200 cm að stærð með náttborðum og rúmfatakistum, allt sérhannað af RB í Hafnarfirði. Þá eru góðir leðurstólar og borð. Gengið er inn í baðherbergin úr svefnherbergjum og þaðan út í heitu pottana. Öll húsin eru með heitum potti úti á rúmgóðri suðurverönd, útihúsgögnum.

 

Hægt er að kaupa alla þjónustu af hótelinu svo sem morgunverð, kvöldverð, barþjónustu og halda þar stærri veislur.

Villur með 1x svefnherbergi

1. október til og með 30 apríl (2020–2021)

Kr. 50.000

1. maí til og með 30 september (2021)

Kr. 60.000

Morgunverðahlaðborð á hóteli innifalið

svört villa

rauð villa

Blá villa

Villur með 2x svefnherbergi

1. október til og með 30 apríl (2020–2021)

Kr. 70.000

1. maí til og með 30 september (2021)

Kr. 86.000

Morgunverðahlaðborð á hóteli innifalið

hvít villa

græn villa

gul villa